Færsluflokkur: Bloggar
13.4.2011 | 10:06
PARTÝ PARTÝ PARTÝ 18.APRÍL...
Bloggar | Breytt 15.4.2011 kl. 10:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
15.7.2010 | 21:57
KÖTTUR ÚT Í MÝRI, SETTI UPPÁ SIG STÝRI - ÚTI ER ÆVINTÝRI...
JÁ, sitjum hér öll og bloggum saman. Flestir búnir að pakka sitt dót niður og lokanótt bíður okkar. Komum heim um 23.00 í kvöld eftir frábært lokakvöld. Sáum fyrst lokasýningu þar sem okkar fólk tók l´ka þátt í, en þau voru KarenBrá, Olga, AnitaS AnitaR, Anna, Ingibjörg og Louisa. Síðantók við besta ball ever, að þeirra sögn. omg þetta var geðveikt stuð. Vildu ekki fara heim. Allir gengu á okkar fólk .ba ð um að skipta peysum, bolum og mörg okkar skiptust á bolum, en aðeins Haukur og Villi skiptust á peysum við Frakka.
Allir eru ánægðir en hlakka til aðkoma heim... s.s.flestir ekki allir. Sumir vilja vera eftir.
Tivolí á morgun,ræs kl. 6.30 ´ Góða nótt öllsömul. Bestu bestu kveðjur frá öllum hér og við ÞÖKKUM INNILEGA FYRIR KVEÐJURNAR YKKUR - ÞÆR HAFA SKIPT MIKLU MÁLI!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
14.7.2010 | 21:33
Óskalisti!!!!!!!!!!!!! foreldrar lesa ;)
Krakkarnir senda ykkur foreldrum óskalista ef hægt er :
semsagt hvað þau langar í - eru orðin svoldin langeygð í matinn heima eftir þessa miklu törn og öðrum þægindum
Karen Brá = Knús og ískalt vatn.
Máney Dögg= Lasagna og eitthvað gott að drekka. Hlýtt og gott rúm.
Hildigunnur = Pasta og hvítlauksbrauð - það sem mamma gerir og ískalt vatn
Ingunn Kara = McDonalds = já vertu bara áfram úti... ætlar aðkaupa sér kælibox og fylla m borgurum
Andrea = bara pizzu!
Rakel = Dominos pizza!
Sigurbjörg = Nautakjöt - RAUTT RAUTT RAUTT
Anna Kristín = Lilja á að elda læri!!
Karlotta = Heitt bað og hlýtt rúm.
Sólný Sif = Tilbúið DVD FRIENDS 9. season - Dominos pizzu og appelsín!
Anita Sif= Japanskakjúklingaréttinn!
Ólöf Birna = Nudd og plokkfisk !
Helga Rún = Grillkjöt ekki einhvern helvítis plokkfisk!
Brynja = Grillkjöt og piparsósu, ískrap!
Elva D = Grillað lambakjöt, sósuna MÍNA - væri samt ekkert óánægð með humar á Argentínu ( hvernig er þessi stúlka uppalin eignlega!! LOL )
Rósa þjálfari= Steik m. bakaðir kartöflu og góðri sósu og eitthv. gott að drekka með!
Olga = Sjáumst bara eftir viku!!
Louisa = Eitthvað sem pabbi gerir !
Fleiri eru ekki í bili í herberginu, koma örugglega fleiri inn síðar.
p.s. vorum að koma af kvöldvöku, héldum hana úti á grasi. Krakkarnir voru settir í 5 manna hópa í byrjun, og núna fyrst voru þeir nýttir þannig séð og þau þurftu að búa til atriði fyrir kvöldvökuna. jiii þessir krakkar eru FRÁBÆRIR... við vorum algjört bíó, við mömmurnar og Rósa þjálfari. Vorum með atriði
Krakkarnir fengur líka verðlaunapeninga frá okkur með frönsku ívafi - voru skýrð uppánýtt! Húmor sem fylgir ferðinni að sjálfsögðu!
Brynja - Le Tuss
Louisa - Le Fly
Rakel - Le Happy
Anna Kristín - Le Pempi
Ólöf Rún - Le Laugh
Ólöf Birna - Le Hagsyn
Hildigunnur - Le Nerds
Andrea - Le Screamer
Haukur - Le Stunt
Ingunn - Le McFlurry
Sólny - Le Storyteller
Sigurbjörg - Le Chill
Anita Sif - Le Teaser
Olga - Le Tan
Karen - Le Translator
Alexía - Le Runner
María Ósk - Le Lost
Anita Rut - Le Washer
Villi - Le Bodyguard
Gunnhildur - Le Greek
Máney - Le Redder
Karlotta - Le Timer
Helga - Le Gik
Elva - Le H&M
Ásdís - Le 21
Ingibjörg - Le Púk
Þau fengu öll verðlaunapening sem viðurkenningu með nýju nafni ! LOL
jæja... það eru allir komnir eitthv. framm á gang að vesenast og kl. er 23.30. - erum ekkert að stressa okkur áþessu þó svo að ró ætti að vera k omin 23.00 fáum að sofa út á morgun og it´s A DAY OFF!
THAT´S ALL FOR NOW ;) FRÁBÆRT AÐ FÁ KVEÐJURNAR. SÁTUM ÁÐAN RÉTT Í ÞESSU LÁSUM BLOGGIÐ OG ALLAR ATHUGASEMDIR. þeTTA ER SVONA STORYTELLING Á HVERJU KVÖLDI FYRIR ÞAU.. LESA FYRIR SVEFNINN ;)
BESTU KVEÐJUR
MÖMMURNAR ;)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
14.7.2010 | 14:20
Smá stund milli stríða
Erum komnar hér tvær mömmur með krakkana uppí skóla. Smá pása, sumir í sturtu en flestir ruku eitthvað útí garð í sólbað. Það er ALLTOF heitt!! Hélt að við hefðum flogið til Danmerkur... erum við á Spáni ?? Þau sýndu aftur í dag atriðin sín, og gekk mjög vel þrátt fyrir brennandi heitt dansgólf...! Vorum að nefna það að þetta er ágætis æfingí leiðinni að brosa, skila sína og sýna engan sársauka,þrátt fyrir að um leið sé að steikja á þeim iljarnar!
Förum að verða sex að horfa áGALA sýningu þar sem atriði frá mörgum löndum verða sýnd, og þetta eru TOPP atriði. Fimm af foreldrum/þjálfurum urðu eftir í bænum og komameð matinn hingað í skólannsvo þau þurfa ekki að feraðst enn og aftur inní miðbæ í mat.
Nokkrir úr hópnum sýna á lokasýningunni á morgun. Þetta er bara að verða búið?! þ.a. þeir sem verða með í lokasýningu (sýna Funk workshoppið og held að strákarnir fara í Trampoline atriðið) þurfa að æ fa frá 14.00 og restin hittir þau á lokasýningunni. Ekkert lið fær að senda alla og við buðum þeim hverjir vildu sýna og svo var bara happa glappa hvort okkur tækist að skrá þau. En það tókst.
Jæja, ætla að reyna að dwlda myndum.
Anita Rut biður mömmu sína að ekki gleyma að leggja inn á debetkortið.
Elva Dögg biður um það sama!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.7.2010 | 22:35
Þriðjudagur 4dagur - og enn er sungið og dansað....
Jii maður veit varla hvað á að segja meira, nema það að sagan og ævintýrið heldur áfram. Dagurinn var langur hjá krökkunum. Voru að í 13 tíma. Vissum fyrirfram að dagurinn yrði langur. Voru í tveimur workshopum í dag. Ræs var kl. 6.45, og brottför frá skóla kl. 08.00. Fyrst var farið í Taichi við misdræmar undirtektir. áttu að leika tré, jin/jan æfingar og margir ekki alveg tilbúnir í það. Eftir 30 mín hlé var farið í Funk sem var geggjað stuð. Eftir það var farið í sturtu, borðað mat og spókað sig í miðbænum. Að sjálfsögu var rokið án útúrsnúninga í H&M í miðbænum, og enn var gert góð kaup. Ef maður hugsar málið.... mikið rosalega held ég að þetta sé í genunumm.. þetta sjoppinggen. Ég trúi þvi´ekki að stelpurnar hafi farið í margar shoppingferðir erlendis,,, en ómægot... þær hafa þetta alveg í sér. rjúka áfram, og eru snillingar. Anita Sif hafði orð á því að enn væri ekki kominn tími í ferðinni til að dressa sig upp en allir verða ánægðir á morgu. Gala sýningin hefst kl. 18.00 og þá hafa allir tíma frá um 15.00 að dúlla sér að gera sig klára.
Við sýndum okkar fyrstu sýningu í dag kl. 18.50 á miðju torgi. Sýningin var hin glæsilegasta. Gerðum okkur bara til niður í garði (kongengs Have) Tónleikar byrjuðu kl. 20.00 Um 19.30 vildu flestallir fara heim... ca 7 enduðu á tó nleikunummeð Rósu og Mæju. Restin fór heim í strætó,e iginlega vildu chilla og taka því rólega úti í garði. En maður veit aldrei hvernig dagurinn endar... Nágrannar voru fl uttir inn í eitt herbergið okkar þegar heim var komið!! Enginn var neitt sérstaklega ánægður nema Villi, sem tók myndir í gríð og erg. Maurarnir frá garðinum voru með herlið inni að vinna við að flytja epli út! og litila ógeðið. Við fylgdumst með og þetta var ekki nóg.. voru komnir í töskur hjá stelpunum. Og hvernig er þetta. erum við ekki að segja hlutina þúsund sinnum... ganga frá ekki skilja eftir bréf, ekki hafa sælgæti opið... ... Það fór yfir klukkutími hjá Beggu og stelpunum að þrífa og taka dót út... en nú er kanill kominn sem virki fyrir maurana, ættu ekki að komast inn. ALLT sælgæti og matur er bannaður hér eftir í stofunum (hefðum náttl átt að setja þær reglur strax), Við löbbum bara út um svaladyrnar og f áum okkur góðgæti hér eftir. Það eiga allir FULLT af nasli, súkkulaði ofl. Maturinn er alveg ágætur, en alltaf sumir sem eru matvandir. Morgunmaturinn er mjöög vel útilátinn, alltaf ávextir í boði og heitur matur í hádegi en kaldur á kvöldin.
Klukkan er orðin 00.30 því miður koma ekki myndir. myndavél vantar hleðslu og tekur langa tíma að setja inn. Lofa þeim á morgun. Ræs eftir 5 tíma. Bestu kveðjur frá ÖLLUM hér í hópnum til ykkar. Vill láta vita að endilega sendið inn kveðjur, það býða margir eftir skilaboðum frá sínum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
12.7.2010 | 19:04
Mánudagskvöld 3day Mér finnst rigningin góð.. tralalalala ohaaa
Hér var skemmtilegur dagur, allt of heitt ... dísus kræst... en allir í lagi og eru farin að passa sig sjálf að drekka vatn og bera á sig sólarvörn. Þetta var fyrstidagurinn þar sem við mættum í workshop. Fórum i Cross-Training sem er sambland af allskonar þrekæfingum frá ýmsum iþróttum . Þetta var líka úti, og stelpurnar hreinlega að púla. En þetta var hin besta skemmtun líka og mikið hlegið þegar Rósa og Begga ákváðu að taka þátt í einhverri fáránlegri æfingu þar sem maður þurfti að fara í armbeygjustöðu með hendurnar á sleipri mottu og mótaðili tekurí lappir og ýtirmanni áfram eins og hjólbörum. Við litu ekki vel út.... myndir síðar ;) ef maður treystir sér í það... Ég nefndi stelpurnar því Villi og Haukur voru ekki með í dag! Þeim bauðst að fara með Mæju í Ollerup fimleikaskólann að skoða þennan flotta háskóla og fengu að prufa æfingar. Þeir þurftu ekki að taka lestina heim heldur flugu sjálfir á vængjum og eru enn þarna uppi. Skilst að þeir séu á leið í háskóla helst sem fyrst ! Skemmtilegt tækifæri fyrir þá að sjá, en því miður komust ekki allir sem vildu, en ákveðið var þá að leyfa þeim að fara með.
EFtir workshop far farið heim í skóla (dagarnir eru svoldið langir, það tekur tímana tvenna að ferðast á milli staða og það þarf að borða og allt það....) Fórum síðan í molli´sem er um 3km frá okkur og þar fuku nokkrir seðlar hjá flestum. Þegar við komum heim áttum við rúman klukkutíma í stoppi, krakkarnir byrjaðir að sína hvað var keypt, þegar við fundum smá golu innum svaladyrnar. Kíktum út, og já... þarna brunuðu að okkur óveðursský,, nokkrir dropar féllu. Við kölluðum á alla okkar krakka að koma út og áður en varði kom úrhelli..... ALLIR - hvort sem var krakki eða fullorðnir breyttust í æpandi froska og við hlógum, dönsuðum og sungum í rigningunni. Hálfpartinn eins og geðveikt fólk svona eftirá að hyggja.... but it was fuuunn jisus... tekið uppá video... ALLT var blautt. Sturtu blautt.
Klukkan 19.30 ætluðum við að taka strætó niður í bæ, - partý í dýragarðinum. Biðum nokkuð og enginn strætó kom. Margir orðnir þreyttir þ.a. Begga, Rósa og ca helmingur snéru heim. Erum í náttfötum, búið að bjóða öðrum deildum inná herbergi að dansa og hinn helmingur eru að spóka sig í partýinu sem haldið er í zúinu. Það eru margir flokkar hérna í kvöld sem ákváðu ekki að fara, þ.a. þau fengu bara að ráða hvort þau vildu. Sumir eru með meiri orku en aðrir og það er bara flott ef hægt er að gera öllum til hæfis. Þetta kvöld er kannski síst, ekki hægt að sleppa næstu kvöldum myndi ég segja. Wellí well... sendum inn myndir á morgun. Minni ykkur á síðuna eurogym2010 á fésinu.
Hér verður ekki sofnað strax, best að drífa sig í partýiið inná herbergi og athuga með litlu englana ! (hefðuð átt að sjá þær máta fötin áðan frá sjoppingspríinu í dag!) Vel hægt að segja að þær gerðu allar góð kaup og allar alsælar með sitt. (strákarnir hittu okkur þar ogrétt náðu held ég að kaupa sér nokkra hluti.
thats all folks!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
11.7.2010 | 21:34
Sunnudagskvöld - hvaðan koma þessir flottu krakkar!
Jæja, loksins erum við komin upp í skóla eftir frábæran dag. Slökuðum á í byrjun dags og tókum rútu frá skólanum 13.00 niður að Kongens Have. Þar hittust ÖLL löndin og skemmtu sér til 17.00. Stelpurnar vöktu eftirtekt og þurftum við eftir 1 tíma eða svo að benda frönsk strákunum frá stelpunum, þeir voru eins og flugur á mykjuhaug, (kannski ekki beint rétta lýsingin, þær ilma vel og eru fallegar)!! Begga gaf þeim augn aráð gekk inn í hópiinn og þeir héldu sig í fjarlægð það sem eftir var. Það má taka fram að OKKAR hópur er FLOTTUR. Þið eigið hressa krakka sem eru vel uppaldnir og við mömmurnar horfum á hvor aðra og segjum aftur og aftur, hvaðan koma þau þau eru æðisleg! kurteis, ganga mun betur um en "sumir" frá íslandi..eða "allir" .... en m aður má náttúrulega ekki segja svona :) Áður en farið var hingað kom á youtube dans sem öll liðin áttu aðlæra, og svo verður hann dansaður um allt, þegar músíkin við lagið hljómar. Vill segja ykkur frá að okkar kunna dansinn best!! sum íslensku liðin horfa öfundaraugum á þau, því einhvernveginn lærðu þau ekki dansinn...h mmmmm.... þ.a. við vorum með speaker og ipod og þau voru endalaust eða kennam mörgum löndum og þannig hafa þau KYNNST fullt af hressum krökkum. t.d. greece, suisse, íslandi, þýskalandi, portúgal, Sweden, Belgie, Italíu...
Skrúðgangan var rosaflott og stemmning, og rooosssa löng 4500 manns. Á setningarhátíðinni var mob dansinn sýndur og okkar krakkar hlupu niður á leikvanginn og dönsuðu með ásamt mörgum öðrum löndum.... og hvað segjum við... þau báru af.... maður hljómar her svoldið væminn en truly...
Jæja,,, hér sitja allir í kringum mig , á að vera komin ró... ætla að lesa þetta upp f. þauog downl. myndum fyrir ykkur. Þeir sem ekki hafa tekið eftir, endilega kíkið á "myndir"´hér á síðunni.
Elva Dögg óskar litlu systur sinni Agnesi Perlu innilega til hamingju með afmælið á morgun !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
10.7.2010 | 19:29
Laugardagskvöld komið og allir dauðþreyttir eftir lannnnggan dag
Sæl öllsömul.
Við erum loksins komin heim eftir langan dag í bænum. Ferðin gekk vel frá Íslandi og var mikið stuð á hópnum í vélinni og lítið sem ekkert sofið. Skilst að mjög fáir hafi gleymt sér. Við lentum akkúrat á slaginu sex á staðartíma og rútur biðu eftir hópnum sem fluttu okkur til óþinsvéa. Þegar að skólanum var komið þá kom í ljós að við fengum 2 skólastofur í stað þriggja og er legið mjög þröngt. Við vonuðumst að grislíngarnir væru tilbúnir að leggja sig, en nei, heldur betur ekki. Útfrá stofunum er hægt að ganga út í garð, líkt og svaladyr, og þau voru eins og beljurnar á vorin, strax í bikini löggst út, og farin að leika sér!! ENgin vildi leggja sig, allt of heitt, eiginlega rosalega heitt, þ.a. ákveðið var að eyða deginum í sundlaugagarði. DAgurinn fór s.s. í það að stökkva og sýna listir sínar á fjórum mismunandi stökkbrettum beint ofan í ískalda laugina. (það var gaman að sjá hversu mikið þau pældu í verðinu, gosglasið í garðinum kostaði 600kr ) og þið megið vera stolt af því hversu hagvæm og sparsöm þau voru. Um 4 leytið var ákveðið að halda för áfram og fórum í Bus að miðbæ (eftir þó nokkuð labb frá sundlaug). Borðuðum saman á Mexíkönskum veitingastað og var farið að síga allverulega í hópinn.... Búin að vera eftir sólríkan dag, öll ósofin. Mesta furða hvað þau í raun voru búin að vera hress. Að mati loknum ætluðum við að ná Bus heim og tók aðeins lengri tíma að bíða eftir honum. Víðsvegar sáum við hópa sem voru nýkomnir í bæinn. Öll með merki um hálsinn og sjáum fánalitina m.a. á spjöldunum. Meðan við vorum að bíða eftir Bus, þá sátum við á torginu (Kongens Have) miðsvæði, og þar var grískur hópur að æfa sig. Haukur og Villi fóru að sýna sína hæfileika og áður en varði voru hóparnir farnir að kenna hvor öðrum trikk og trix. Hrikalega flott og gaman. Það er komin ró hér í stofunni, allir búnir á því. Opið út, því það er nánast ólíft hérna inni. Allir eru samt við hestaheilsu. Við höfum passað að þau drekki nægan vökva og við fylgjumst með þeim. Við ætlum ekki að gera neitt sérstakt fyrri part dags á morgun, morgunmatur hér kl. 8 - síðan verður farið niður í bæ fyrir 14.00 því hádegismatur er framreiddur á kongensHave í tjöldum til 14.00. Sjáum fyrir okkur að liggja bara í grasinu, labba um og skoða og horfa á aðra. Þurfum að koma okkur á vissan stað fyrir kl. 17.00 en þá hefst Eurogym með skrúðgöngu.
Olga Ýr óskar mömmu sinni innilega til hamingju með daginn í dag!! Bestu kveðjur til ykkar héðan frá´Óþinsvéum. Þetta lofar mjög góðu. p.s. okkur tókst aðtengja ísskáp sem hér var í skólastofunni. Það eru sjálfboðaliðar hér frammi sem selja kalda drykki, ávexti og nammi.
Góða nótt :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
8.7.2010 | 09:55
Slóvenski hópurinn
Íslandi barst kveðja frá Slóvenska hópnum sem verður í sama skóla og við.
Sendi inn myndir frá hópnum. - þetta er hópur sem hefur verið mikið með sýningar og eru framarlega með lið í cheerleading í Evrópu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.7.2010 | 10:58
Tivolí - Tivolí - Tivolí
Eins og flestir vita þá hefur verið spurning hvort fara ætti í Tivolí i Kaupmannahöfn síðasta daginn okkar í ferðinni. Þetta var allt óljóst þar sem redda þurfti rútu fyrr frá Óðinsvéum og finna stað fyrir töskurnar. Nú eru málin að skýrast. Má segja að þetta sé um 99% öruggt að úr verði skemmtilegur endir á ferðinni... Já það verður fari í Tivolí. Við geymum töskunarnar á ´Hóteli rétt við Tivolíið, DGI-byen. Allar töskurnar verða geymdar í "fyrirlestrarsal" á hótelinu og því kom tilmæli enn og aftur frá FSÍ = MIKILVÆGT AÐ AÐEINS 1 TASKA SÉ Á MANN!!
Það er búið að taka frá miða fyrir alla íslendingana í Tivolí... Þetta er 170dkr pr mann og innifalið í því er inngangur og frítt í tæki. það eru ca 3740kr
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)