Sameiginleg æfing fimmtudaginn 24. júní

Sameiginleg sýning- hópstjórafundur

Áformað er að halda sameiginlega sýningu fimmtudaginn 24.júní í Laugarbóli Laugardal, (í Ármanni).    

  • 17:00 upphitun/
  • 17:30 generalprufa/
  • 19:00 sýning /
  • 20:30 fararstjórafundur. 
 Á sýningunni fá félögin tækifæri til að renna yfir 10 mínútna sýningu sína.  Ef í ljós kemur að einhver skiptingin gengur ekki eða eitthvað þarf að lagfæra þá eru tvær vikur fyrir lagfæringar.  Eftir sýninguna er hópstjórafundur fyrir þjálfara og fararstjóra og farið yfir málin.  

SÍÐASTI FUNDUR MEÐ FORELDRUM VERÐIR EFTIR ÞESSA DAGSETNINGU ÞAR SEM VIÐ ÆTTUM AÐ VERA MEÐ FLEST Á HREINU EFTIR ÞENNAN HÓPSTJÓRAFUND. 

Fararstjórar FSÍ
Eru tveir: Hrund Þorgeirsdóttir og Guðrún Tryggvadóttir.   

Veður
Danir hafa sent okkur póst og beðið okkur að hafa okkar þátttakendur undirbúin fyrir allavegana veður.  Sumarveðrið í Danmörku hefur breyst  svo þeir mæla með að gera ráð fyrir rigningu og sól, hafa með regnföt (Fáum regnslá með nýju peysunum), hlýja peysu og sólarvörn!Þeir hafa sent reglur um hegðun og húsreglur.  Nánar verður farið yfir það á hópstjórafundinum 24.júní. Frekari upplýsingar frá mótshaldara hafa ekki borist.  Um leið og þær koma, verður látið vita hvar við gistum, hvaða strætó á að taka o.þ.h. 


Búningar
Peysurnar eru komnar uppí Akademíu.  Við verðum að máta þær þessa viku (7.-11.jún) og athuga hvort að við höfum fengið réttar stærðir og merkja  hverja peysu og bol iðkanda...  EN þær verða EKKI afhentar fyrr en í júlí til þess að tryggja að þær skemmist ekki eða týnist.  Sama á við um bolina Smile  


Gjaldeyrir:  
félögin hafa rætt sín á milli og virðist vera misjafnt hvað þau hafa ákveðið.  Við teljum best að miða við 30.000kr - 50.000kr.  Við nefnum 30-50 þá miðast 30.000 sem lágmark til að kaupa sér aukamat, sælgæti og aðrar nauðsynjar og þá 20 auka EF áhugi er að fara í H&M.    Eins og nefnt hefur verið, þá munu fararstjórar geyma peninginn og deila út á hverjum degi ef þörf er.

Spurningar
Ef spurningar  vakna hjá ykkur, iðkendum eða foreldrum þá er sjálfsagt að spyrja og við getum komið þeim áleiðis til Hrundar fararstjóra FSÍ ef við erum ekki með svörin á hreinu.   Það eru eflaust margir að spá í því sama. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband