10.7.2010 | 19:29
Laugardagskvöld komið og allir dauðþreyttir eftir lannnnggan dag
Sæl öllsömul.
Við erum loksins komin heim eftir langan dag í bænum. Ferðin gekk vel frá Íslandi og var mikið stuð á hópnum í vélinni og lítið sem ekkert sofið. Skilst að mjög fáir hafi gleymt sér. Við lentum akkúrat á slaginu sex á staðartíma og rútur biðu eftir hópnum sem fluttu okkur til óþinsvéa. Þegar að skólanum var komið þá kom í ljós að við fengum 2 skólastofur í stað þriggja og er legið mjög þröngt. Við vonuðumst að grislíngarnir væru tilbúnir að leggja sig, en nei, heldur betur ekki. Útfrá stofunum er hægt að ganga út í garð, líkt og svaladyr, og þau voru eins og beljurnar á vorin, strax í bikini löggst út, og farin að leika sér!! ENgin vildi leggja sig, allt of heitt, eiginlega rosalega heitt, þ.a. ákveðið var að eyða deginum í sundlaugagarði. DAgurinn fór s.s. í það að stökkva og sýna listir sínar á fjórum mismunandi stökkbrettum beint ofan í ískalda laugina. (það var gaman að sjá hversu mikið þau pældu í verðinu, gosglasið í garðinum kostaði 600kr ) og þið megið vera stolt af því hversu hagvæm og sparsöm þau voru. Um 4 leytið var ákveðið að halda för áfram og fórum í Bus að miðbæ (eftir þó nokkuð labb frá sundlaug). Borðuðum saman á Mexíkönskum veitingastað og var farið að síga allverulega í hópinn.... Búin að vera eftir sólríkan dag, öll ósofin. Mesta furða hvað þau í raun voru búin að vera hress. Að mati loknum ætluðum við að ná Bus heim og tók aðeins lengri tíma að bíða eftir honum. Víðsvegar sáum við hópa sem voru nýkomnir í bæinn. Öll með merki um hálsinn og sjáum fánalitina m.a. á spjöldunum. Meðan við vorum að bíða eftir Bus, þá sátum við á torginu (Kongens Have) miðsvæði, og þar var grískur hópur að æfa sig. Haukur og Villi fóru að sýna sína hæfileika og áður en varði voru hóparnir farnir að kenna hvor öðrum trikk og trix. Hrikalega flott og gaman. Það er komin ró hér í stofunni, allir búnir á því. Opið út, því það er nánast ólíft hérna inni. Allir eru samt við hestaheilsu. Við höfum passað að þau drekki nægan vökva og við fylgjumst með þeim. Við ætlum ekki að gera neitt sérstakt fyrri part dags á morgun, morgunmatur hér kl. 8 - síðan verður farið niður í bæ fyrir 14.00 því hádegismatur er framreiddur á kongensHave í tjöldum til 14.00. Sjáum fyrir okkur að liggja bara í grasinu, labba um og skoða og horfa á aðra. Þurfum að koma okkur á vissan stað fyrir kl. 17.00 en þá hefst Eurogym með skrúðgöngu.
Olga Ýr óskar mömmu sinni innilega til hamingju með daginn í dag!! Bestu kveðjur til ykkar héðan frá´Óþinsvéum. Þetta lofar mjög góðu. p.s. okkur tókst aðtengja ísskáp sem hér var í skólastofunni. Það eru sjálfboðaliðar hér frammi sem selja kalda drykki, ávexti og nammi.
Góða nótt :)
Athugasemdir
Hæ öll sömul !
Gott að heyra hvað ferðin gékk vel
Góða nótt til ykkar allra og haldið áfram að vera okkur öllum til mikils sóma. Hlakka til að fá næstu fréttir.
Nina (IP-tala skráð) 10.7.2010 kl. 21:51
Gaman að heyra að allt gangi vel, góða skemmtun áfram !
Ása Hrund (IP-tala skráð) 10.7.2010 kl. 22:22
Hæ öll...... Öfund, öfund, langar þvílíkt að vera með ykkur, verð að láta duga að fylgjast með hér á bloggin ; ( Frábær byrjun hjá ykkur og góða skemmtun á morgun. Dreymi ykkur vel : )
Helga Hildur (IP-tala skráð) 11.7.2010 kl. 00:45
hæhæ, Karlotta hér það er mjög gaman ligg í sólbaði út í eitt og mér líður vél elska þig mamma og pabbi <3<3
Karlotta björg (IP-tala skráð) 11.7.2010 kl. 08:30
Æðislegt að heyra og takk fyrir bloggið Begga, þú ert snillingur
Frábært að veðrið sé gott og allir skemmta sér vel , akkúrat eins og það á að vera.
Bið kærlega að heilsa , kv. Jóna
Jóna (IP-tala skráð) 11.7.2010 kl. 08:31
En gaman að heyra hvað allt gangi vel æðislegt að geta fengið að sjá myndir af ykkur, hugsa til ykkar og góða skemmtun:) Kveðja Sólrún
Sólrún (IP-tala skráð) 11.7.2010 kl. 09:25
Æðislegt að heyra að ferðin gekk vel:=).Skemmtið ykkur æðislega vel og farið varlega:=).
Væri gaman að sjá myndir:).
Kv,Sóley
Sóley Sveinbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 11.7.2010 kl. 11:58
Takk fyrir bloggið gaman að heyra af ykkur og kær kveðja til Anítu Sif frá pabba.Bið að heilsa og gangi ykkur vel og góða skemmtun.
sigfus Pétursson (IP-tala skráð) 11.7.2010 kl. 12:48
Þið hafið heldur betur fengið að kenna á því, sunnudagurinn (í dag) er heitasti dagurinn í DK í níu ár!!! Góða skemmtun allesammen,
kv OLGA (Karenarmamma)
Olga (IP-tala skráð) 11.7.2010 kl. 19:58
hæhæ, Karlotta hér það er mjög gaman ligg í sólbaði út í eitt og mér líður vél elska þig mamma og pabbi <3<3
Fimleikadeild Keflavíkur, 11.7.2010 kl. 21:56
Hæ hæ
Gaman að lesa bloggið og fá fréttir af þessum frábæra hópi. Glæsilegir krakkar sem eiga hrós skilið. Kemur ekki á óvart að stelpurnar veki athygli :) Hlakka til að heyra meira frá ykkur.
Kveðja Magga Bl.Magga Bl. (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 12:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.