11.7.2010 | 21:34
Sunnudagskvöld - hvaðan koma þessir flottu krakkar!
Jæja, loksins erum við komin upp í skóla eftir frábæran dag. Slökuðum á í byrjun dags og tókum rútu frá skólanum 13.00 niður að Kongens Have. Þar hittust ÖLL löndin og skemmtu sér til 17.00. Stelpurnar vöktu eftirtekt og þurftum við eftir 1 tíma eða svo að benda frönsk strákunum frá stelpunum, þeir voru eins og flugur á mykjuhaug, (kannski ekki beint rétta lýsingin, þær ilma vel og eru fallegar)!! Begga gaf þeim augn aráð gekk inn í hópiinn og þeir héldu sig í fjarlægð það sem eftir var. Það má taka fram að OKKAR hópur er FLOTTUR. Þið eigið hressa krakka sem eru vel uppaldnir og við mömmurnar horfum á hvor aðra og segjum aftur og aftur, hvaðan koma þau þau eru æðisleg! kurteis, ganga mun betur um en "sumir" frá íslandi..eða "allir" .... en m aður má náttúrulega ekki segja svona :) Áður en farið var hingað kom á youtube dans sem öll liðin áttu aðlæra, og svo verður hann dansaður um allt, þegar músíkin við lagið hljómar. Vill segja ykkur frá að okkar kunna dansinn best!! sum íslensku liðin horfa öfundaraugum á þau, því einhvernveginn lærðu þau ekki dansinn...h mmmmm.... þ.a. við vorum með speaker og ipod og þau voru endalaust eða kennam mörgum löndum og þannig hafa þau KYNNST fullt af hressum krökkum. t.d. greece, suisse, íslandi, þýskalandi, portúgal, Sweden, Belgie, Italíu...
Skrúðgangan var rosaflott og stemmning, og rooosssa löng 4500 manns. Á setningarhátíðinni var mob dansinn sýndur og okkar krakkar hlupu niður á leikvanginn og dönsuðu með ásamt mörgum öðrum löndum.... og hvað segjum við... þau báru af.... maður hljómar her svoldið væminn en truly...
Jæja,,, hér sitja allir í kringum mig , á að vera komin ró... ætla að lesa þetta upp f. þauog downl. myndum fyrir ykkur. Þeir sem ekki hafa tekið eftir, endilega kíkið á "myndir"´hér á síðunni.
Elva Dögg óskar litlu systur sinni Agnesi Perlu innilega til hamingju með afmælið á morgun !
Athugasemdir
glæsilegt að heyra, enda frábær hópur þarna á ferð,:) Bestu kveðjur til ykkar allra
sólrún (IP-tala skráð) 11.7.2010 kl. 21:59
Hæ aftur.
Kemur reyndar ekkert á óvart hvað þau eru flott, við erum búin að vera að tala um hvað þetta séu frábærir krakkar
Haldið áfram að vera svona frábær.....
Kveðja úr sunny Kef.
Helga Hildur og Bergey
Helga Hildur og Bergey (IP-tala skráð) 11.7.2010 kl. 22:07
Glæsilegt að heyra og gaman að þau séu svona til fyrirmyndar...þó maður hafi ekki átt von á öðru:)
Sms-ið fékk hjartað mitt til að slá eins og nokkur aukaslög og ég á eftir að hefna mín
hahaha.
Rosa gaman að sjá hvað þú ert klár að blogga Begga. Knústu nú litla stelsjúka HM snillinginn minn frá mér og segðu henni að vera kurteis við strætóbílstjóra:9
Kv. Jóna
Jóna (IP-tala skráð) 11.7.2010 kl. 22:11
Hæ, gaman að fá að heyra hvað þið eruð að gera, auðvitað eru okkar krakkar flottastir, það var aldrei spurning hehe :) Góða skemmtun og passið ykkur á sólinni :)
Ása Hrund (IP-tala skráð) 11.7.2010 kl. 22:24
Gaman að lesa bloggið ykkar og heyra hvað við eigum frábæra krakka.
Góðar kveðjur til ykkar allra.
Kv Ragga
Ragnheidur (IP-tala skráð) 11.7.2010 kl. 22:36
Frábært að sjá hvað allir eru sælir og ánægð með þessa daga sem komnir eru, og við vitum náttúrulega að við eigum flottustu krakkana kveðja ti Lottu minnar
Guðbjörg (Karlotta) (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 00:22
Gaman að lesa bloggið og fá fréttir af ykkur. Góða skemmtun allir
Solla/Brynja (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 08:49
Frábært að lesa bloggið og skoða þessar flottu myndir af ykkur. Þið eruð frábær :) Takk fyrir afmæliskveðjuna Olga Ýr mín og hafið það öll endalaust áfram gaman :D
Ósk (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 08:57
Æðislegt að fylgjast með ykkur:)..Takk fyrir smsið Begga;=)
Knús og Kossar til Anítu Rut:)
Sóley (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 16:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.