13.7.2010 | 22:35
Þriðjudagur 4dagur - og enn er sungið og dansað....
Jii maður veit varla hvað á að segja meira, nema það að sagan og ævintýrið heldur áfram. Dagurinn var langur hjá krökkunum. Voru að í 13 tíma. Vissum fyrirfram að dagurinn yrði langur. Voru í tveimur workshopum í dag. Ræs var kl. 6.45, og brottför frá skóla kl. 08.00. Fyrst var farið í Taichi við misdræmar undirtektir. áttu að leika tré, jin/jan æfingar og margir ekki alveg tilbúnir í það. Eftir 30 mín hlé var farið í Funk sem var geggjað stuð. Eftir það var farið í sturtu, borðað mat og spókað sig í miðbænum. Að sjálfsögu var rokið án útúrsnúninga í H&M í miðbænum, og enn var gert góð kaup. Ef maður hugsar málið.... mikið rosalega held ég að þetta sé í genunumm.. þetta sjoppinggen. Ég trúi þvi´ekki að stelpurnar hafi farið í margar shoppingferðir erlendis,,, en ómægot... þær hafa þetta alveg í sér. rjúka áfram, og eru snillingar. Anita Sif hafði orð á því að enn væri ekki kominn tími í ferðinni til að dressa sig upp en allir verða ánægðir á morgu. Gala sýningin hefst kl. 18.00 og þá hafa allir tíma frá um 15.00 að dúlla sér að gera sig klára.
Við sýndum okkar fyrstu sýningu í dag kl. 18.50 á miðju torgi. Sýningin var hin glæsilegasta. Gerðum okkur bara til niður í garði (kongengs Have) Tónleikar byrjuðu kl. 20.00 Um 19.30 vildu flestallir fara heim... ca 7 enduðu á tó nleikunummeð Rósu og Mæju. Restin fór heim í strætó,e iginlega vildu chilla og taka því rólega úti í garði. En maður veit aldrei hvernig dagurinn endar... Nágrannar voru fl uttir inn í eitt herbergið okkar þegar heim var komið!! Enginn var neitt sérstaklega ánægður nema Villi, sem tók myndir í gríð og erg. Maurarnir frá garðinum voru með herlið inni að vinna við að flytja epli út! og litila ógeðið. Við fylgdumst með og þetta var ekki nóg.. voru komnir í töskur hjá stelpunum. Og hvernig er þetta. erum við ekki að segja hlutina þúsund sinnum... ganga frá ekki skilja eftir bréf, ekki hafa sælgæti opið... ... Það fór yfir klukkutími hjá Beggu og stelpunum að þrífa og taka dót út... en nú er kanill kominn sem virki fyrir maurana, ættu ekki að komast inn. ALLT sælgæti og matur er bannaður hér eftir í stofunum (hefðum náttl átt að setja þær reglur strax), Við löbbum bara út um svaladyrnar og f áum okkur góðgæti hér eftir. Það eiga allir FULLT af nasli, súkkulaði ofl. Maturinn er alveg ágætur, en alltaf sumir sem eru matvandir. Morgunmaturinn er mjöög vel útilátinn, alltaf ávextir í boði og heitur matur í hádegi en kaldur á kvöldin.
Klukkan er orðin 00.30 því miður koma ekki myndir. myndavél vantar hleðslu og tekur langa tíma að setja inn. Lofa þeim á morgun. Ræs eftir 5 tíma. Bestu kveðjur frá ÖLLUM hér í hópnum til ykkar. Vill láta vita að endilega sendið inn kveðjur, það býða margir eftir skilaboðum frá sínum
Athugasemdir
Hæ hæ maður bíður allan daginn spenntur eftir bloggi frá ykkur,heyri að það er brjálað að gera hjá ykkur,en örugglega stuð.Haldið áfram að skemmta ykkur.Bestu kveðjur til Louisu.
Kv Ragga
Ragga/Louisa (IP-tala skráð) 13.7.2010 kl. 23:11
Hæ allir saman.
Ég trúi því nú varla að nokkur sé matvandur - getur ekki verið... er fyrsti stafurinn nokkuð He...
Hér að neðan ætti að vera myndbandið frá opnuninni. Haldið áfram að eiga skemmtilegar stundir, kossar og knús.
http://www.youtube.com/watch?v=rM72-5q90Ko
Nína (IP-tala skráð) 13.7.2010 kl. 23:43
Hæ hæ æðislega er gaman að fá að fylgjast með ykkur svona vel á hverjum degi-mikið fjör og vonandi rosa gaman. Elsku Elva Dögg takk innilega fyrir afmæliskveðjuna litla systir var voðalega ánægð:). Hlakka mikið til að sjá nýjar myndir-Begga þú ert bara frábær takk fyrir það -og auðvitað þið öll;) Haldið áfram að skemmta ykkur í botn.
Bestu kveðjur Linda
Linda/Elva Dögg (IP-tala skráð) 14.7.2010 kl. 00:12
sælar allar saman rosalega gaman að lesa bloggið hennar beggu fylgjist með á hverju kvöldi og ég vildi að ég væri þarna með ykkur því þetta hlýtur að vera hreint æfintýri skilaðuu kveðju til allra stelpnanna frá mér kveðja Gugga karlottumamma
Guðbjörg (Karlotta) (IP-tala skráð) 14.7.2010 kl. 00:17
Ég er hætt að geta sofið því ég er alltaf að kíkja eftir nýju bloggi :)
Get rétt ýmindað mér hvernig mín dóttir hefur verið eftir mauraatið:)
Æðislegt ævintýri sem þið eruð í og rosalega gaman að fá fréttir af ykkur.
Kv. Jóna
Jóna (IP-tala skráð) 14.7.2010 kl. 07:56
Hæ - svakalega gaman að fá fréttir af ykkur. Hlakka til að sjá fleiri myndir og fá skemmtilegar ferðasögur
Bestu kveðjur til ykkar allra og risa koss og knús til Gunnhildar
Kveðja, Helga Hildur og co.
Helga Hildur (IP-tala skráð) 14.7.2010 kl. 09:02
Hlakka alltaf til að byrja morguninn á að kíkja á bloggið :) Frábært að heyra hvað það er gaman hjá ykkur, með óboðna gesti og allt ;) Bíð spennt eftir myndum, engin pressa Begga!! Bestu kveðjur til ykkar allra :D "Olga Ýr ég gerði broskallana á lyklaborðinu" hehe.... Kossar og knús xoxo
Ósk (IP-tala skráð) 14.7.2010 kl. 09:42
Hæ, hæ, rosalega er gaman hjá ykkur; samt ekki skemmtilegir gestir sem þið fenguð! það væri nú ekki leiðinlegt að vera með ykkur þarna.
Það er greinilega nóg að gera og mikið fjör!
Haldið áfram að hafa svona gaman, kveðjur til ykkar allra og kossar og knús til Hildigunnar.
Kveðja,
Erla.
Erla Ásgríms (IP-tala skráð) 14.7.2010 kl. 09:49
Virkuðu svo ekki broskarlarnir eftir allt...hmm..jæja hér koma þeir nokkrir


Ósk (IP-tala skráð) 14.7.2010 kl. 09:51
rosa gaman að sjá hvað er skemmtilegt þarna úti hjá ykkur er farin að telja niður dagana þangað til að þú kemur heim Andrea mín, ég sakna þín rosalega mikið i love you kveðja Arndís og Arnór
sólrún (IP-tala skráð) 14.7.2010 kl. 10:25
Hæ allir, maður bíður alltaf spenntur eftir næsta bloggi, alltaf svo gaman hjá ykkur, frábært. Ekki beint geðslegt þetta með maurana... get samt alveg ímyndað mér að Lexy mín hafi þurft að taka smá til hjá sér hehehe... sorry Alú :)
Knús og kossar til Alexíu og ykkar allra, hafið það svaka fínt áfram.
Ása Hrund (IP-tala skráð) 14.7.2010 kl. 10:25
Gaman að sjá hvað það er gaman hjá ykkur, þið þurfið öll vikudvöl á Heilsubælinu til að hvíla ykkur þegar þið komið heim... enda líka nægur tími til að sofa seinna. Þið standið ykkur vel í sjoppinu Kær kveðja Olga (Karenarmamma)
Olga (IP-tala skráð) 14.7.2010 kl. 13:54
Haaha Ása Hrund ég dó úrhlátri þegar þú skrifaðir þetta. Já !! ég tók töskuna hennar út og taskan beið eftirhenni þegar hún kom heim í gærkveldi af tónleikunum. (var að horfa á einhverja Spánska sæta stráka skilst mér !! lol ) En já þurftið að fara yfir hana og tékka á nágrönnum og færa til sælgæti ;)
begga (IP-tala skráð) 14.7.2010 kl. 14:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.