Smá stund milli stríða

Erum komnar hér tvær mömmur með krakkana uppí skóla.  Smá pása, sumir í sturtu en flestir ruku eitthvað útí garð í sólbað.  Það er ALLTOF heitt!!  Hélt að við hefðum flogið til Danmerkur... erum við á Spáni ?? Þau sýndu aftur í dag atriðin sín, og gekk mjög vel þrátt fyrir brennandi heitt dansgólf...! Vorum að nefna það að þetta er ágætis æfingí leiðinni að brosa, skila sína og sýna engan sársauka,þrátt fyrir að um leið sé að steikja á þeim iljarnar!

Förum að verða sex að horfa áGALA sýningu þar sem atriði frá mörgum löndum verða sýnd, og þetta eru TOPP atriði.  Fimm af foreldrum/þjálfurum  urðu eftir í bænum og komameð matinn hingað í skólannsvo þau þurfa ekki að feraðst enn og aftur inní miðbæ í mat.

Nokkrir úr hópnum sýna á lokasýningunni á morgun.  Þetta er bara að verða búið?! þ.a. þeir sem verða með í lokasýningu (sýna Funk workshoppið og held að strákarnir fara í Trampoline atriðið) þurfa að æ fa frá 14.00 og restin hittir þau á lokasýningunni. Ekkert lið fær að senda alla og við buðum þeim hverjir vildu sýna og svo var bara happa glappa hvort okkur tækist að skrá þau.  En það tókst.

Jæja, ætla að reyna að dwlda myndum.  

Anita Rut  biður mömmu sína að ekki gleyma að leggja inn á debetkortið.

Elva Dögg biður um það sama!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Búin að því snúlla mín:=)..Svo förum við til Flórida á Laugardaginn. Hlökkum til að fá þig heim.

Sakna þín mikið

Sóley (IP-tala skráð) 14.7.2010 kl. 19:29

2 identicon

Flottar nýju myndirnar, gaman að sjá hvað þið eruð heppin með veður.... þó það sé kannski stundum full heitt  Góða skemmtun á Gala.....

Aðeins tveir dagar eftir

kv. Helga Hildur

Helga Hildur (IP-tala skráð) 14.7.2010 kl. 20:59

3 identicon

Hæ hæ elsku hjartað mitt ég er búin að leggja inn:) Þið eru lang flottust. Það er Spánar veður hérna heima og verður vonandi ennþá þegar þið komið- já það styttist í heimferð. Þúsund kossar og knús til þín elsku Elva Dögg mín:) Skemmtilega rest;)

Kær kveðja Linda

Linda/Elva Dögg (IP-tala skráð) 14.7.2010 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband