15.7.2010 | 21:57
KÖTTUR ÚT Í MÝRI, SETTI UPPÁ SIG STÝRI - ÚTI ER ÆVINTÝRI...
JÁ, sitjum hér öll og bloggum saman. Flestir búnir að pakka sitt dót niður og lokanótt bíður okkar. Komum heim um 23.00 í kvöld eftir frábært lokakvöld. Sáum fyrst lokasýningu þar sem okkar fólk tók l´ka þátt í, en þau voru KarenBrá, Olga, AnitaS AnitaR, Anna, Ingibjörg og Louisa. Síðantók við besta ball ever, að þeirra sögn. omg þetta var geðveikt stuð. Vildu ekki fara heim. Allir gengu á okkar fólk .ba ð um að skipta peysum, bolum og mörg okkar skiptust á bolum, en aðeins Haukur og Villi skiptust á peysum við Frakka.
Allir eru ánægðir en hlakka til aðkoma heim... s.s.flestir ekki allir. Sumir vilja vera eftir.
Tivolí á morgun,ræs kl. 6.30 ´ Góða nótt öllsömul. Bestu bestu kveðjur frá öllum hér og við ÞÖKKUM INNILEGA FYRIR KVEÐJURNAR YKKUR - ÞÆR HAFA SKIPT MIKLU MÁLI!
Athugasemdir
Takk sjálfar fyrir allt bloggið,það var svakalega gaman að lesa bloggið ykkar,og fylgjast með hvað þið voruð að gera.Hlakka mikið til að sjá ykkur á morgun.
Skemmtið ykkur nú vel í tívolíinu á morgun.
P.S Louisa hún Dórothea var að reyna ná á þig til að vita tímann í tívolíinu,henni langar að hitta þig.
Bestu kveðjur frá okkur pabba og Hnoðra(hann saknar þín finnst tómlegt)
mamma
Ragga/Louisa (IP-tala skráð) 15.7.2010 kl. 22:30
Hæ hæ
Vá hvað er búið að vera mikið stuð hjá ykkur. Ég var nú bara rétt í þessu að lesa bloggin frá ykkur (vissi ekki að það væri einhvað ), en skemmtið ykkur vel á morgun í Tívolíunu. Bið að heilsa Sólný-Ólöfu Rún-Rakel og Ingibjörgu og auðvita bara ykkur öllum :))
Kveðja
Magga/mamma Sólnýjar
Magga /Sólný (IP-tala skráð) 15.7.2010 kl. 22:45
En æðislegt að heyra,góða skemmtun í tívolíinu á morgun, og góða heimferð, hlökkum til að sjá ykkur bestu kveðjur Sólrún
sólrún (IP-tala skráð) 15.7.2010 kl. 23:27
Takk fyrir allt skemmtilega bloggið og góða skemmtun á morgun í Tívolí!
Góða ferð heim!
Kveðja,
Erla
Erla Ásgríms (IP-tala skráð) 15.7.2010 kl. 23:39
Er greinilega búin að vera meiriháttar skemmtun þessi ferð hjá ykkur, Tívolíið verður punkturinn yfir i-ið :) Takk fyrir allt bloggið, verið gaman að geta fylgst með héðan. Góða skemmtun á morgun og góða ferð heim, Alexía hlakka til að knúsa þig :)
Ása Hrund (IP-tala skráð) 15.7.2010 kl. 23:44
Frábær ferð á enda, takk fyrir skemmtilega dagbók. Hef kíkt á síðuna mörgum sinnum á hverju kvöldi og beðið eftir nýjusu fréttum, algjlörlega nauðsynlegt fyrir okkur foreldrana að fá að fylgjast með
Takk fyrir þetta Begga mín. Hlakka til að sjá ykkur allar á morgun, góða skemmtun í Tívolíinu og góða heimferð. Stutt í knús og kossa Gunnhildur mín 
kveðja, Helga Hildur, Gunni, Bergey og Bronco (Snorri biður að heilsa frá Húsafelli)
Helga Hildur (IP-tala skráð) 16.7.2010 kl. 00:24
Æðislegt að ballið hafi verið geggjað:)
Svo verður örugglega rosa mikið stuð í Tívolí. Skemmtið ykkur vel á lokasprettinum.
Hlakka til að sjá þig í kvöld Aníta Sif mín:)
Kv. Jóna
Jóna (IP-tala skráð) 16.7.2010 kl. 07:54
Takk fyrir bloggið Begga alveg frábært að geta fylgst með ykkur. Góða skemmtun öll sömul í Tívolí. Það verður gott að knúsa Brynju sína aftur
Kv Solla
Solla/Brynja (IP-tala skráð) 16.7.2010 kl. 08:34
Sama hér TAKK fyrir bloggið, frábært að hafa getað fylgst svona með. Þakka ykkur fararstjórum, mömmur og þjálfarar fyrir ykkar tíma og umsjón :)
Hafið það gott og góða heimferð ;)
kv.Ósk
Ósk (IP-tala skráð) 16.7.2010 kl. 08:59
Skemmtið ykkur æðislega vel í tívolinu:).
Hlakka til þess að knúsa þig Aníta Rut mín:=)
Sé þig í kvöld
Kv Sóley
Sóley (IP-tala skráð) 16.7.2010 kl. 10:02
Sama hér og hjá Ósk -innilegar þakkir fyrir allt
. Greinilega mjög flottur hópur saman á ferð.
Hlakka til að fá ykkur heim.
Kveðja Linda
Linda/Elva Dögg (IP-tala skráð) 16.7.2010 kl. 12:04
Hlakka til að sækja þig á flugvöllin..Verðum þar líklega aðein slegnur því að pabbi er að að koma heim líka frá Noregi..
Bjarney (IP-tala skráð) 16.7.2010 kl. 20:51
heyrðu ég var líka að dansa á lokahátíðinni :)
Helga Rún (IP-tala skráð) 18.7.2010 kl. 11:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.