Sala á mandarínum dottin niður

Upp kom hugmynd að selja mandarínur í hús í desembermánuði.  Solla (mamma Brynju) kannaði málið hjá Bönunum hf.  og staðan er einfaldlega sú að þetta er oft dýrt fyrir okkur.  Verslanir eru greinilega með of mikinn afslátt til að við getum verið að selja fjölskyndu og vinum mandarínur á miklu hærra verði.  Við leggjum höfuðið í bleyti og finnum eitthvað annað.  - Kannski bara að vera enn duglegri að finna fyrirtæki til að baka fyrir  W00t ??


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fimleikadeild Keflavíkur

þetta gæti orðið svolítill séns sem við tökum.. Ef mandarínurnar koma t.d. ekki aftur í des og svo hver verða gæðin. 1800kr fyrir mandarínukassa....??  Veit ekki hvort ég myndi kaupa það ef bankað væri uppá   kv. Berglind

Fimleikadeild Keflavíkur, 18.11.2009 kl. 15:25

2 identicon

Mér finnst þetta talsvert dýrt og við værum að taka séns á að sitja uppi með birgðir af mandarínum ef við þurfum að staðgreiða. Það er kannski líka svolítið snemmt að fara að selja jólamandarínur núna í nóvember ef við neyðumst til að stökkva á þessa sendingu.

Jófríður (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 17:59

3 identicon

Þetta er spurning. Var að heyra rétt í þessu að fótboltinn í Keflavík væri að spá í að selja mandarínur en held samt að það sé á byrjunarstigi eins og hjá okkur. Það gegnur ekki að við séum að taka áhættu í þessu........

Helga Hildur (Gunnhildur) (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 13:19

4 identicon

Sælar

Enn og aftur hvernig getur Bónus fengið betri afslátt en aðrir!!

Og þetta styrkir fólk...

Eva Björk (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 08:20

5 identicon

Mér finnst þetta vera dáldið dýrt og við erum að taka séns með að sitja uppi með mandarínur ef við náum ekki að selja.  Þyrftum helst að vera með þanning samning að fá að skila ef við náum ekki að selja allt.  Veit að það er samt erfitt að skila matvöru.  Verðum að vera með samkeppninshæft verð. 

Systa (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 18:10

6 identicon

Mér lýst ekki alveg nógu vel á þetta ef við fáum ekki að skila því sem verður óselt, svo held ég að þær séu of dýrar.

Magga/ Sólný Sif (IP-tala skráð) 21.11.2009 kl. 12:19

7 identicon

sælar aftur,

ég sá að mandarínukassinn kostaði´798 kr í bónus í gær. !!  Þ.a. persósnulega finnst mér að við þyrftum að salta þetta og hugsa um aðra fjáröflun. Ég ræddi við eina móður í gær sem á barn í sundinu.  Íssalan gekk rosalega vel hjá þeim í fyrra í desember.  Hún seldi m.a. 19 pakkningar sjálf.  (það var engin íssterta) ÞAu passa sig alltaf áþví að ná 900kr á hverja einingu sem þau selja, því allt hefur hækkað svo mikið að ekki er beint hægt að bjóða of dýra vöru og eru því ekki að reyna að ná meira en það á hvert stykki. En að sjálfsögðu fer það eftir vörunni og því verið sem við náum í innkaupum.

kv.

begga

berglind / ingunnkara (IP-tala skráð) 22.11.2009 kl. 09:14

8 identicon

Þarf þá ekki bara að setja á forsíðuna að við förum ekki í mandarínurnar. Það þarf bara að ákveða þetta. Begga ertu til í að setja inn línu um þetta.

kv. Helga Hildur

Helga Hildur (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 08:43

9 identicon

http://www.facebook.com/event.php?eid=188820332135&ref=mf

Af hverju spáiði ekki í eitthvað svona nýtt og frumlegt sem hefur aldrei verið gert áður og önnur félög eru ekki að gera eins og jólahappadrætti með veglegum körfum með jólamat í og þannig t.d. :)

Kara (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 16:00

10 identicon

þetta er góð hugmynd hér að ofan.  Takk fyrir þetta.  Ég veit að konurnar í körfunni í  Njarðvík voru með konukvöld og allur ágóði fór til kvennadeildarinnar.  Þetta er eitthvað sem vel hægt er að gera, en þyrfti að fá einhverja í nefnd til að skipuleggja þetta.  Væri flott í febrúar t.d. ? Hafa skemmtilegt konukvöld m happdrætti ofl.  HVET alla til að kíkja á linkinn hér að ofan sem Kara hefur sent inn.

kv.

begga

Berglind og ingunn kara (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband