Konukvöld ?? athuga

Það kom upp hugmynd sem væri hægt að útfæra í sambandi við að halda konukvöld.  Gætum skipulagt þetta vel og drifið konur bæjarins á kvöldskemmtun sem þeim leiðist ekki að mæta á. Við ættum heldur ekki að vera í vandræðum að skutla inn skemmtiatriðum ;)
ENDILEGA SENDIÐ INN ATHUGASEMDIR OG SEGIÐ HVAÐ YKKUR FINNST. 

sjá t.d. uppl. sem eru hér coperaðar út mandarínu athugasemdardálki:

http://www.facebook.com/event.php?eid=188820332135&ref=mf

Af hverju spáiði ekki í eitthvað svona nýtt og frumlegt sem hefur aldrei verið gert áður og önnur félög eru ekki að gera eins og jólahappadrætti með veglegum körfum með jólamat í og þannig t.d. :)

kv.

berglind (mamma ingunnar köru)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fimleikadeild Keflavíkur

Ég persónulega sæi þetta fyrir mér mánaðarmótin feb/mars eða jan/feb. og hægt væri að vera með danssýningu frá fimleikum, tískusýningu þar sem við höfum okkar stelpur til að sýna, ofl. ofl. Happdrætti og fleira.  Ef við fengum 400 hressar konur úr bæjarfélaginu til að mæta yrði þetta heldur betur skemmtilegt.  Ég hef FULLA trú á því að það heppnist og um leið léttir aðeins á SÖLUNNI hjá okkur í leiðinni... sem er svo yfirþyrmandi fyrir okkar fjölskyldur..haha 

Fimleikadeild Keflavíkur, 26.11.2009 kl. 09:52

2 identicon

Mér líst vel á þessa hugmynd,væri til í að hjálpa til við þetta. Mánaðarmótin feb/mars hljóma vel,þá er fólk búið að klára jólin og kominn smá vorfiðringur í kroppinn.

Sólveig/Brynja (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 10:48

3 identicon

Hey! Okkur líst vel á þessa hugmynd. Sammála að þetta væri fínt um mánaðarmótin feb/mars.

Inga/Berglind (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 17:45

4 identicon

Frábær hugmynd, verður´örugglega mjög skemmtilegt. Nú allir að leggja höfuðið í bleyti og hugsa hvað við getum boðið upp á.

kv

Magga/ Sólný Sif (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband