6.12.2009 | 18:41
(Lokið) JÓLAPÓSTHÚS
Mjög vel tókst til með jólapósthúsið. Það safnaðist rúmar 79.000 krónur. Held að þetta hafi bara gengið vel fyrir sig. Gott ef einhverjir eru með athugasemdir að skrifa það í athus.dálk svo við munum betur hvað betur má fara ef við endurtökum leikinn næstu jól. .
Fimleikadeild Keflavíkur verður með jólapósthús LAUGARDAGINN 19.DESEMBER Í K-HÚSINU FRÁ KL. 11.00-14.00. Allir eru velkomnir að koma með jólapóstinn sem fer innanbæjar (Reykjanesbær 230, 235, 260) og borga einungis 50 kr. fyrir kortið. (iðkendur þurfa ekki að mæta þennan dag til að hjálpa)
Mánudaginn 21. desember kl. 13.00 mæta ALLIR Eurogymfarar upp í K-hús til að bera í sín hverfi. Við erum með sama skipulag og fyrir jólablaðið - en munið að sjálfsögðu ekki í öll hús, einungis ef kort eru í ykkar hverfi. Við stefnum á að bera í hús frá 13-16 og að því loknu hittumst við sæl og glöð í K-húsinu og gæðum okkur á heitu kakói og piparkökum og höfum smá jólastund
Ykkur er velkomið að safna pósti saman hjá fjölskydu og vinum, þau borga ykkur fyrir kortin EN ÞIÐ ÞURFIÐ AÐ KOMA MEÐ KORTIN AÐ LAUGARDEGINUM TIL FLOKKUNAR !
Endilega segið öllum sem þið þekkið frá JÓLAPÓSTHÚSI FIMLEIKADEILDARINNAR. Þetta er fjáröflun fyrir iðkendur á leið á Eurogym mót næsta sumar. Verðugt málefni til að styrkja
Foreldrar í ábyrgð eru: Magga Blöndal 860-0153 og Bjarney 866-6989
þið getið prentað út viðhengi hér að neðan, og hengt upp á ykkar vinnustað ef þið hafið tök á.
Athugasemdir
Erum við að tala um póstnúmer 230 og 260? Ég póstaði þessu á Facebook hjá mér og fékk fín viðbrögð, margir spenntir fyrir þessu framtaki.
Jófríður (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 18:55
Glæsileg auglýsing hjá þér Magga..Ég var á leiðinni að búa til svona og senda þér en þetta er mikið flottari en ef ég hefði gert hana sjálf
kv Bjarney
Bjarney/Máney (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 20:14
já, þetta er póstföngin 230 og 260 :). Viljum ekki taka suðurnesin svona fyrst. Ætlum að sjá hvort þetta virki.
berglind (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 09:15
Verðum við ekki að gera ráð fyrir póstnúmeri 235, Ásbrú?
Jófríður (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 10:13
jú. bæti því inn. Hafnir líka.. held að það sé 260... athuga það
Fimleikadeild Keflavíkur, 8.12.2009 kl. 12:35
ég er búin að ljósrita A5 eintak af auglýsingunni um jólapósthúsið. Þetta getum við dreift þegar fólk er að fara AF sýningunni. Setjum nokkra í dyrnar til að rétta út flyer. Kem þessu uppí hús. kv.
bb
berglind (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 14:09
hvað kostar miðinn á jólasýniguna ??
Bjarney/Máney (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 20:02
Það kostar 1000 krónur fyrir fullorðna, 500 fyrir 12 - 18 og frítt fyrir yngri en 12 ára
AM skvísur, 12.12.2009 kl. 21:12
Ég get mætt á laugardaginn og flokkað jólakort.
Bkv. Inga
Inga/Berglind (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 23:21
já ég get líka mætt á laugardaginn!!
kv.
begga(ingunn kara)
berglind (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 09:05
Er búin að reyna mikið að skrá mig í vöfflubaksturinn laugardag 19. des kl. 12-14, gengur ekkert að koma athugasemdinni inn, set þetta hér og vona að það skili sér!
Ása Hrund og Alexía (IP-tala skráð) 16.12.2009 kl. 08:45
Sælar
Þið sem eruð að sjá um þetta hvenær ætlið þið að mæta í K-húsið og undirbúa?
Ég þarf að opna fyrir ykkur. Eruð þið með kassa til að flokka í eða....
Eva Björk (IP-tala skráð) 17.12.2009 kl. 11:32
hverig gekk að flokka jólakortin í dag voru mörg kort?
karlotta (IP-tala skráð) 19.12.2009 kl. 20:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.